Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/35

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Náð, friður og blessan Drottins vors Jesú Christi sje með yður öllum! Amen.

Elskulegir vinir! Skylt væri að eg ei fundinn yrði í af miklu óþakklæti fyrir Guðs furðanlegar margskonar og óteljanlegar velgjörðir, sem hann mjer af sinni skærri náð, miskunn og gæsku svo mjúklega og mildilega veitt hefir, bæði til likama, lífs og sálar, í svefni og vöku, á nótt sem degi, á sjó og landi í ýmsum áttum veraldar, undir heitu lofti og köldu, í fjarlægð og nálægð mins föðurlands, á meðal kristinna og heiðinna þjóða, i meðlæti og mótlæti; hverjar hans margar og miklar velgjörðir og dásemdarverk mjer hefði sannarlega borið og hæft að hrósa, virða og víðfrægja bæði hjer innanlands og utan, hvað eg þó, því miður, ei gjört hefi, sem mín frek skylda var þar til, hverja forsómun og hirðuleysi sá náðugi Guð virðist mjer að fyrirgefa, sem og öll mín afbrot og misgjörðir. En þó eg fyrir nokkrum árum liðnum hafi uppbyrjað þetta hið sama að uppteikna, en ei þó til lykta, og í láni glataðist, samt hefi eg mig þó ei siðan þar til gefið sakir míns bjargræðis daglega áliggjandi ómaks og erfiðismuna, og í öðru lagi misjafnt geð manna til að meðtaka þvílíkt af mjer, svo tilkomulitlum manni. En með því að nokkrir góðir menn hafa mig hjer til góðmannlega uppvakt og áhvatt að nýju, hefi eg nú um síðir litla ávísan tilgjört með ósjelegri skrift og óorðentlegri diktan, um það hvað hið sjerlegasta hefir skeð og við mig framkomið á allri minni umliðinni æfi, vitandi mig því framar afsakast hjá alþýðu landsins, eftir því eg, svo sem í vernd