Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/42

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

10

veita, eftir sinni guðdómlegri vild, makt og velþóknan. Og nær eg stóð á fætur var eg að öllu því nær og óhindraður, lof sje Guði! Amen. Mörgu minna gildis verður á loft haldið. Skeggi fagnaði mjer innilega, þá eð miðvegis mjer var móti kominn, og með glúpnan Guði lof sagði.

Eg má segja Guð hafi varðveitt mig i lofti, á jörðu, í vötnum, við mararbotn og i eldi, undir skruggum og reiðarslögum. Ei er það skeð til þess að þvi skuli strax gleymt verða, heldur en önnur Guðs stórvirki og dásemdarverk, sem uppritast hafa, heldur miklu framar ætti það að skrást og daglega að tjást, fyrir börnum og barnabörnum, alt til enda veraldar, svo Guðs nafns dýrð vari, vaxi og aldrei þverri.

Heiður og dýrð um himin og jörð[u]
af hverri tungu sje þjer sungið,
lifandi Guð vor lifsins faðir,
lof þitt haldist um aldir alda! Amen.

Á Snæfjöllum bar til stór tilburður á mínum ungdómsárum, af þeim uppvakningi, sem menn meintu að vera myndi, og hvað margt furðanlegt og skelfilegt þar við bar, gjörist ei þörf hjer að innsetja, en margt hefir auðvirðilegra hjer í landi og annarsstaðar annálast og greinst til minnis þeim, er fæðast skulu.

Á mínu 11. ári bar svo við, að ein gift kona, Bóthildur að nafni, hafði ferðast hjeðan úr Álftafirði og vestur yfir heiði í Önundarfjörð með veturgamalt eður tvævett sveinbarn, sá eð Ketill hjet. Og þegar móðirin vildi hafa hingað aftur ferðast með sinni ungri barnkind til sinnar sveitar, þá vissu það engir i Álftafirði. Þetta skeði um Maríumessu fyrri. Og nær hún kom hingað og fór heiðarskarðið, skeldi yfir myrkraþoku, svo hún gekk og viltist of mikið til hægri handar, alt þangað sem Valagil heita, hvar að eru miklir forvaðar, og með þvi að hún var bæði veik og mædd orðin, nam hún þar staðar fyrir Guðs anda áeggjan, hið næsta sem mátti þessum forvöðum, og af löngum burði sinnar barnkindar hafði henni þar í brjóst runnið og svo