Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/5

Þessi síða hefur verið prófarkalesin
V

Forlag (København 1907), V + 198 bls. og er það 7. bindi í »Memoirer og Breve«. — Seinni hlutinn er mjög styttur í þýðingunni, og er fremur að skoða sem útdrátt en eiginlega þýðing víðast hvar. — Viðv. athugasemdunum skiftum við eins verkum með okkur og við fyrra partinn. Mjer varð ánægja að því, að áður en bókin kom á prent, var hand- ritið að henni notað sem aðalheimildarrit fyrir elstu sögu dönsku nýlendunnar í Tranquebar af dönskum vísindamanni er fjekkst við það efni um þær mundir (Hr. Kay Larsen í De dansk-ostindiske Koloniers Historie I. Kbh. 1907). — Þýðingum þessum var vel tekið, og ýmsir hvöttu mig til, sumir opinberlega, aðrir í brjefum til mín, að gefa út ís- lenska frumritið. Hafði jeg lengi haft það í hyggju og rjeði þá af að gera það. Hafnardeild Bókmentafjelagsins samþykkti svo að gefa það út á ársfundinum 23. Apríl 1907. Er þeirri útgáfu nú lokið. Skal jeg hjer í formálanum drepa á nokkur atriði viðvíkjandi höfundinum, sögunni, og starfi mínu.

II.

Jón Indíafari reit þessa bók í elli sinni og er því eðli- legt að hann sumstaðar hefur misminnt um ártöl og svo um nöfn og einstök önnur atriði. Flest af þessu er þó óverulegt, og er leiðrjett hjer í athugasemdunum. En til þess að fá glöggt yfirlit yfir alt saman set jeg hjer helstu atriðin úr tímatalinu. Jón Indiafari er fæddúr 4. Nóv. (gl. st.) 1593 (bls. 5); hann fer til Englands snemma um sumarið 1615 (bls. 13); til Danmerkur frá Englandi um haustið sama ár, og gengur rjett á eftir í herþjónustu sem byssuskytta (bls. 31). Árið 1616 fer hann í siglingar um Norðurhöf með Jörgen Daae (bls. 107—123), kemur á þeirri ferð víða við í Noregi og alt norður til Kildin við Norður-Íshafið, en fer þaðan til Fær- eyja (bls. 120—123). Vorið 1617 er hann aftur á flotanum