Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/52

Þessi síða hefur verið prófarkalesin
20

efni eða óheillasama tilviljan. Þessa sömu nótt svaf eg harla lítið en gekk þó upp í loftsalinn; þar stóð mín sæng með grænum sparlökum umkring.

Um morguninn árla klæddist eg og fann hans ágætu kvinnu, Bersabe, og var ættuð af þeim stað Ipsits [1] borgarherra dóttir. Temperenz þeirra dóttir var og ástúðleg og líktist sinni móður. Eg segi þeim með hryggu hjarta hvað mig skeð hefur, hvar yfir þær sig stórum aumkuðu með gráti og ráðlögðu mjer að kunngjöra meistaranum, Thómas Tvidd, og vita hvað hann til segði eða til svaraði. Þennan morgun voru komnir til hans að taka brekfost [2], það er frúkost, eftir venjunni tveir herramenn, er þeir kalla nobilismenn, hverjir ásamt honum sátu upp á loftsalnum. Þangað gekk eg og upphóf að kæra fyrir honum mínar tilfallnar raunir, hverjum hann illa gegndi og fyltist ofsa og mikilli bræði, greip skerdisk og af hendi til mín fleygði, skipaði sínum sveini mig að slá, í hverju hann og sýndi sig. Urðu um gólfið með okkur sviftingar, þar til hann fjell. Síðan gripu herramenn Thómas, er hann vildi losa, og varð á salnum slark mikið. Þeir álösuðu honum stórlega, er hann svo við einn framandi [breytti og] sjer hagaði, gaf hann mjer það helst að sök, að eg heimti mitt góss að honum, sem hann til ábyrgðar og fullrar varðveislu af minni hendi meðtók, þegar eg til vista rjeðst hjá honum. Og með því eg fjekk ei betra andsvar en sem greint er, afsagði eg honum, undir þeirra heyrn, framar mitt loforð við hann að halda, með því hann hefði sin fyrri brugðið. Þessu urðu þeir báðir samþykkir. Þessir voru báðir herramenn af Ipsits og bauð sá eldri mjer þjenustu hjá sjer í sjö ár, og þriðjung sinna eigna ef eg sjer þóknast kynni, því hann átti enga nákomna erfingja; en með því svo hafði skeð, sem nefnt var fyr og eg hafði viðbjóð þar í landi langa dvöl að hafa, neitaði eg þessu boði, hvað honum mikið þótti, því

hann ljet svo í orði sem eg hefði gott álit. Hann keypti

  1. Ipswich
  2. breakfast