Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/69

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

37

gjöra, hvað og skeði. Geðjaðist kónginum mjög vel hans ræða, og sagði hann sjer velkominn upp á slotið, og varð þar svo slotsprestur síðan.

Eitt mannsmorð skeði að skömmum tíma þar eftir er eg kom í Kaupinhafn, um nótt í því stræti, er Leirstræti[1] kallast. Vegandinn flúði og höndlaðist ekki. Margir misgjörðamenn urðu þar með ýmsum hætti refstir og rjettaðir í gálga og steglum og vippu[2] þar til að kóngur sá að ei að heldur vildu misgjörðir í minkun fara; gjörðist sú samþykt á herradegi, að enginn í 12 ár skyldi rjettast, hverskyns glæpamaður sem væri, utan eitthvert frábært illvirki aðhafst eða gjört hefði. Þar fyrir var stiftað eitt fangelsi á Bremerhólmi, Truncen, þar inn voru settir þeir menn, sem stærst og smærst ávirðing hafði tilfallið. Þeirra fangelsi var á þann veg, að þeir um lifið höfðu eina járngjörð svo rúma, að klæðaskifti gjört fengu, og fyrir neðan hægra hnjeð aðra, og láu digrir hlekkir utanlærs þeirra á milli. 4 menn voru settir yfir þá, sem til daglegs erfiðis og þrælkunar skyldu fram drífa með kaðalsvipum og bera mat fyrir þá og þeirra nauðsynjar að athuga, fangelsishúsinu að læsa, og aftur upp að ljúka, eftir venju og tilsettum tíma kvölds og morguns. Allrahanda embættisfólk, sem brotlegir urðu í hvern máta, sem vera kunni, voru þar innlátnir, og með dómi tími skamtaður þar að vera, eftir málavexti sjerhverrar persónu. Sumir skyldu þar vera 1 mánuð, 2, 3, 4, ár heilt, 2, 10, 20. Item stórglæpamenn alla sína æfi. Vaktmeistarinn, Söfren Traf n, var þar innsettur fyrir það misferli, að hann með sinni skarvakt[3] um nóttina hafði yfirfallið einn herramann á Kaupinhafnar strætum, barið og sýnt stórt ofríki. Item tveir aldraðir menn og fógetar, sem hjer kallast sýslumenn, komu þangað úr Lálandi, af drotningunni Sophíu[4] til sama fangelsis sendir, og skikkaðir

  1. Gatan hjet rjettu nafni Læderstræde. RC.
  2. Góð lýsing á vippugálga er í 2. kafla 23. kap.
  3. Lögreglusveit bæjarins var svo nefnd.
  4. ekkja Friöriks 2. (1557—1631), hafði að lífeyri krúnujarðir á Lálandi og Falstri og var sögð hörð landsetum sínum. BC.