Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/7

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin
VII

er segir á bls. 400, að hann hafi búið í »Eyrardal«, í 11 ár áður en hann fór til Vestmannaeyja 1639; líklega er »Eyrar- dal« misminni þess er skrifaði fyrir »Tröð«, í Eyrardal bjó Jón seinna; ef það er rjett, hefur brúðkaupið staðið sumarið eða haustið 1627, og þau hjón svo búið í Tröð um veturinn, en flutt til Eyrardals vorið 1628. Hann gerist svo konstabel í Vestmannaeyjum 1639 og er þar þangað til sumarið 1640, fer þá aftur til Vestfjarða og sama haust drukknar kona hans (bls. 402). Í Janúar 1641 deyr sonur hans Kristófer Bogi. Árið 1644 giftist hann aftur Þorbjörgu Einarsdóttur, það ártal má ráða af því er segir í 8. kap (bls. 403), býr með henni 5 ár í Uppsölum, en síðan 30 ár í Eyrardal, sem hann árið 1654 fjekk afgjaldslaust til ábúðar. Hvenær Ólafur sonur hans er fæddur verður ekki sagt með vissu. Um fá- ein af ritum hans vitum við hvenær þau eru samin, og skal síðar minnst á það. Loks deyr Jón Indíafari 2. Mai 1679 nærri því 86 ára gamall, ekki á 87. áriu einsog segir bls. 406.

III.

Um æfi Jóns Indíafara vita menn ekki mikið annað en það, sem í æfisögunni stendur. Bestar upplýsingar gefur hdr. í Kalls safni í Konungl. bókasafninu í Khöfn, Nr. 616, 40, sem er lýst nánar hjer síðar; þar hefur verið bætt fá- einum línum fyrir aftan annan part sögunnar, sem stuttlega segja frá síðari æfi Jóns; þær enda svo : » . . . var hann (ɔ: Jón) maður skemtinn og glaður og kunni mörg tíðindi að segja. Hann var skraddari sæmilegur og vissi líka skyn á lækn- ingum, hagmæltur og vel greindur á marga luti, en átti bágt i búi jafnan ..... Átti Ólaf fyrir son, er með lækn- ingar fór eftir föður sinn . . .«  Ymsar þjóðsögur hafa myndast um Jón Indíafara, og eru nokkrar af þeim prentaður í viðaukunum hjer fyrir aftan bókina. Eiga þær mest að sýna krafta hans og karl- mensku, og getur verið að einhver fótur sje fyrir sögunni