Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/8

Þessi síða hefur verið prófarkalesin
VIII

um ferð hans á Suðurlandi, en þó er það alveg óvíst. — Sæmundur Eyjólfsson segir um hann (Búnaðarrit 10, Rvk. 1896, bls. 111) að þegar hann kom fyrst í landsýn við Ís- land úr siglingum sínum, og sá jöklana koma upp úr hafinu, hafi hann orðið frá sjer numinn, hlaupið i loft upp á þilfarinu, og kallað: »Ísland er þó það besta land, sem sólin skín uppá.« Jeg veit ekki hvaða heimild Sæmundur hefur fyrir þessu, en hann var lærður maður og áreiðanlegur, og er í sjálfu sjer ekkert því til fyrirstöbu að þetta geti verið rjett, það líkist Jóni mjög, ást hans til Íslands var svo mikil, að hann mátti aldrei heyra því neitt til hnjóðs talað, og kaus heldur að lifa þar sem fátækur bóndi, en vera í góðri stöðu erlendis. En hinsvegar er óvíst hvort orðatiltæki þetta upprunalega stafar frá Jóni. Í þriðja parti æfisögunnar er ekki minnst einu orði á aðallífsstarf Jóns, ritsmíðar hans, sem gera hann að merkismanni í íslenskum bókmentum sinna tíma. En þó vita menn ýmis- legt um rit hans, og bæði Hálfdán Einarsson, Hallgrímur djákni Jónsson og Einar Bjarnason frá Mælifelli gefa skrár yfir þau. Jeg set hjer skrá Einars tilfærða með hans eigin orðum: »1. Ferðasaga í 2 pörtum, langt rit og greinilegt. 2. Grænlands króniku, er út kom á dönsku 1608, sneri hann á islensku. 3. Útlagði hann á íslensku úr dönskum kvæðum sögu af Persenober konungi fyrir sýslumann Ara Magnússon. 4. Orkti hann kvæði, sem innihjelt ágrip æfisögunnar, að tilmælum Ara Magnússonar sýslumanns í Ísafjarðarsýslu; er 197 eyrindi; byrjar þannig:

»Hrær þú Drottinn hjarta og tungu mína,
þar með líka lifið, sál,
limirnir, æðar, vit og mál[1]
virði og prísi velgjörninga þína.«

5. Sálminn: »Jesú ágætur! Hvað ertu mjer sætur!« etc.« 

—————

  1. „sál", hdr.