Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/11

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

Fr yrsta útgáfa „ísl. söngbókar" kom út árið 1911. Hefir bókin verið notuð síðan í skólum og félögum og eftirspurn að henni þar af leiðandi aukist svo að nú varð að prenta hana í annað sinn. Að mestu leyti er bókin með sömu gerð og áður og númeraröðin óbreytt. Þó hefir verið bætt inn nokkrum kvæðum, sem bót þótti að, þeirra eða lagsins vegna. En til þess að raska ekki stærð og skipun bókarinnar voru feld úr í staðinn önn- ur, er minni líkindi voru til að yrðu sungin, enda hafði aldrei tekist að finna lög við sum þeirra, er tekin voru í fyrri útg. eftir tillögum Ú. M. F. í. í von um að lög fyndust.

Nú liggur fyrir fullbúið til prentunar I. bindi af íslensku söngvasafni, en það eru 150 sönglög, sem eiga við kvæðin í fyrra parti þessarar bókar, nokkuð aftur fyrir miðju. Er þetta safn lagað fyrir harmóníum, með aðstoð Sigfúsar Einarssonar, og verður vandað til út- gáfunnar eins og hægt er, án þess að hún verði þó dýrari en svo, að sem flestir geti eignast. Á bókin að koma að sömu notum hér á landi eins og Danmarks Melodier og Norges Melodier í Danmörku og Noregi.

Seyðisfirði og Reykjavík

í maí 1915.

Benedikt Jónasson. Halldór Jónasson.