Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/15

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

I. Ættjarðarkvæði.

i. ísland.

íslenskt tvísöngslag (S. st.)

ísland farsælda frón Og hagsælda hrímhvíta móðir, Hvar er þín fornaldar frægð, Frelsið og manndáðin bezt?

Alt er í heiminum hveriult, Og stund þíns fegursta frama Lýsir, sem leyftur um nótt, Langt fram á horfinni öld.

Landið var fagurt og frítt Og fannhvítir jöklanna tindar, Himininn heiður og blár, Hafið var skínandi bjart.

Þá komu feðurnir frægu Og frjálsræðishetjurnar góðu Austan um hyldýpishaf Hingað í sælunnar reit;

Reystu sér bygðir og bú í blómguðu dalanna skauti, Ukust að íþrótt og frægð, Undu svo glaðir við sitt. Hátt á eldhrauni upp, Þar sem enn þá Öxará rennur Ofan í Almannagjá, Alþingi feðranna stóð.

Þar stóð hann Þorgeir á þingi, Er við trúnni var tekið af lýði; Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll.