Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/16

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

Þá riðu hetjur um héruð, Og skrautbúin skip fyrir landi Flutu með fríðasta lið, Færandi varninginn heim.

Það er svo bágt að standa í stað, Og mönnunum munar Annaðhvort aftur á bak Ellegar nokkuð á leið.

Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs Götuna fram eftir veg?

Landið er fagurt og frítt Og fannhvítir jöklanna tindar, Himininn heiður og blár, Hafið er skínandi bjart.

En á eldhrauni upp, Þar sem enn þá Öxará rennur Ofan í Almannagjá, Alþing er horfið á braut.

Nú er hún Snorrabúð stekkur, Og lyngið á Lögbergi helga Blánar af berjum hvert ár, Börnum og hröfnum að leik.

Ó, þér unglingafjöld Og íslands fullorðnu synir l Svona er f eðranna f rægð Fallin í gleymsku og dá!

Jónas Hallgrímsson.


2. ísland.

Lög eftir Sigfús Einarsson og Vald. Schiött.

1. Ó, fögur er vor fósturjörð Um fríða sumardaga, Er laufin grænu litka börð, Og leikur hjörð í haga; En dalur lyftir blárri brún Mót blíðum sólarloga, Og glitrar flötur, glóir tún, Og gyllir sunna voga.

2. Og vegleg jörð vor áa er Með ísi þakta tinda, Um heiðrík kvöld að höfði sér Nær hnýtir gullna linda, Og logagneistum stjörnur strá Um strindi hulið svellum, En hoppa álfar hjarni á, Svo heyrist duna' í fellum.