Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/22

Þessi síða hefur ekki verið villulesin

8

hjartað það er eldur einn, Sem aldrei þarf að glæða; Og hvar er til svo harður steinn Að hún kunni' ekki' að bræða?

3. Yðar móðir eins og mín, ísafold hún heitir; Á fjöilum hennar frelsið skín Og færist o'n í sveitir; Menn hljóta að vakna' á hverjum bæ, Það heimtar að vér vinnum, Svo fjöll og dalir finnist æ Með frelsis-roða' í kinnum.

4. Ógn er hvað eg ann þér heitt ísafoldin hvíta! Af þér skal mig ekki neitt, og ekki dauðinn slíta. Blessi guð þig öld og ár, Eins þá móti gengur, í þúsund sinn-um þúsund ár Og þúsund sinnum lengur.

5. Þessa móður minnar skál Mun eg drekka tóma, Látum svo með lífi' og sál Lofsöng hennar hljóma. Hún mun taka undir enn Með eldfjöllunum sínum: Fagnið þér nú, frjálsir menn, Frelsisdegi mínum.

Páll Ólafsson.

11. Minni fslands.

Lag eftir Bjarna Þorsteinsson. (S. T.).

1. Eitt er landið ægi girt Yst á ránarslóðum, Fyr-ir löngu lítils virt, Langt frá öðrum þjóðum. Um þess kjör og aldar far Aðrir hægt sér láta, Sykki það í myrkan mar Mundu fáir gráta.

2. Eitt er landið, ein vor þjóð, Auðnan sama beggja; Eina tungu, anda, blóð, aldir spunnu tveggja: Saga þín er saga vor, Sómi þinn vor æra, Tár þín líka tárin vor Tignarlandið kæra!

3. Þú ert alt sem eigum vér Ábyrgð vorri falið.