Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/31

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

17

19. Minni íslands.

Lag: Þú söguríka Svíabygð.

1. Þú gamla, mæra móðurgrund, Vér minnumst þín á gleðistund, Þú kynsælt kappaland, Sem fannahjálm á höfði ber, Og heitan eld í brjósti þér, Úr silfurskærum elfum er Þitt ítra mittisband.

2. Þú móðurfold, vér minnumst þín Á meðan drott- ins röðull skín Á hvíta jökulinn. Að vinna alt, sem ork- um vér, Vort ættarland, til heiðurs þér, Það fagra tak- rmark setji sér Hver sannur mögur þinn.

Hannes S. Blöndal.

20. ísland.

Þjóðlag. (J. H., V.)

Á heimsenda köldum vor ey gnæfir ein í ysta norð-urs hafsauga bláu, Þar fóstraðist þjóð vor við elds og ísa mein Og áhrif af náttúrunni háu; Og hér hefir glansað vor gulltíðaröld, Og geymt hér hefir Saga sín fornu rúnaspjöld, Drykkjað þjóð með þrótt Á þrauta dimmri nótt; Ljúft oss land vort er, því lífsrót vor er hér ; Vor köllun, vor dáð Knýtt er f ast við þetta láð Svo kngi vér lífsins anda drögum.

Steingrimur Thorsteinsspn.

21. ísland.

Lag: Þú vorgyðja svífur.

1. Ó, sviptigna móðir, með silfurhár greitt, Þinn sól-igylti vanginn er fríður; þótt skaut þitt sé kalt þá er hjarta þitt heitt, Og hreinn er þinn faðmur og blíður.