Blaðsíða:Þúsund og ein nótt (bindi 2).pdf/9

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Í það mund um morguninn, sem vant var, vakti Dínarsade systur sina og beiddi hana um leið að segja söguna, sem hún hefði lofað; tók drottning þá óðar til frásagna og byrjaði hún þannig:

Sagan af Núreddín og Persameynni fögru

FRÁ 273. TIL 289. NÆTUR

Borgin Balsora var um langan tíma höfuðborg konungsríkis nokkurs, sem var skattgilt kalífanum; stjórnaði þar á ríkisárum kalífans Harúns Alrasjids Móhammed konungur, sonur Solima—Es—Seyni. Hann var vinur aumra og þurfandi manna og ör af fé sínu