Blaðsíða:Aðils - Nýji sáttmáli. - Gamli sáttmáli.djvu/11

Þessi síða hefur verið staðfest

7

inga allri áhættu og allri ábyrgð. Við eigum að leika lausum hala og hafa nokkurs konar yfirumsjón með utanríkisstjórninni, — því umbjóðandi hlýtur hér að hafa strangan eftirlitsrétt, — en Danir eiga að bera alla ábyrgð og áhættu, þá áhættu meðal annars, að við hleypum þeim í ófrið við aðrar þjóðir. Og svo eigum við þar á ofan að áskilja okkur rétt til að gefa þeim spark þegar okkur sýnist og segja allri sambúð slitið nema við konung einan. Í sannleika! Þetta þættu ekki sanngjarnar kröfur, ef um samning væri að ræða milli tveggja manna. Og það er satt að segja engin furða, þótt nokkrir helztu stjórnréttarfræðingar heimsins hafi talið þannig lagað samband milli tveggja ríkja óeðlilegt eða jafnvel með öllu óaðgengilegt. Því siður er það furða, þótt Danir í þessu sambandi þverneiti slíkum kröfum, Danir, sem nú halda oss í bóndabeygju eins og allir vita og eiga alls kosti við oss, — enda hafa líka nefndarmennirnir dönsku lýst því yfir einum munni, að slíkt geti ekki komið til nokkurra mála, og öll dönsk blöð, hvort sem þau eru máli voru hlynt eða eigi, taka í sama strenginn. Þau telja fullan skilnað aðgengilegri fyrir Dani, og það er hann líka áreiðanlega.

Það er því með öllu óhugsandi, að slíkri breytingu á samningnum fáist framgengt, að vér fáum í hendur fullveldi í utanríkismálunum, nema með því móti að slíta þá um leið konungssambandinu, — og við höfum heldur engan rétt til að krefjast þess. Utanríkismálin verða að fylgja konungi nú, eins og þau fylgdu konungi eftir »Gamla sáttmála« 1262. Og það megum við að minni hyggju vel við una með þeirri ívilnun, sem samningurinn að öðru leyti veitir oss um hlutdeild í öllum þjóðarsamningum, er snerta Ísland sérstaklega. Við megum ekki fara að skrökva neinu að sjálfum okkur í þessu máli. Það er of hættulegur leikur. Á réttarins og sannleikans grundvelli erum við ósigrandi, en sé út af honum vikið, þá er lítil von um góðan árangur. Í sannleikanum einum felst sigurinn.

Menn mega heldur ekki í þessu máli festa augun á aukaatriðunum og láta sér gleymast aðalatriðið, en aðalatriðið er það, að vér höfum fengið öllum réttmætum, grundvallarkröfum vorum framgengt með þessum samningi, án þess að afsala oss nokkrum fornum réttindum eða fjötra oss á nokkurn hátt. Við verðum að festa sjónir á því, að eins og nú stöndum vér er samningurinn afar átakanleg réttarbót oss til handa. Því hefir enginn treyst sér til að mótmæla. Hann kippir okkur úr fullkomnu réttleysis- og innlimunarástandi og yfir á ákveðinn og aðgengilegan réttargrundvöll, þann sama og vér stóðum á eftir »Gamla sáttmála«, með skýlausu fullveldi yfir öllum sérmálum vorum, með sívaxandi rýmkun á sérmálasviðinu og með viðurkendri hlutdeild í utanríkis-