Blaðsíða:Aðils - Nýji sáttmáli. - Gamli sáttmáli.djvu/12

Þessi síða hefur verið staðfest

8

málunum. Þetta stendur okkur til boða ef við tökum samningnum. Falli hann aftur á móti, þá stöndvið slyppir eftir á þeim grundvelli, er nú stöndum við á, og þó at verr settir. Danir hafa nú einir í höndum utanríkismálin og öll sameiginlegu málin, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt, og geta farið með þau alveg eins og þeim þóknast án nokkurra afskifta af Íslendinga hálfu. Sérmálin íslenzku eru tjóðruð í ríkisráðinu undir eftirliti og áhrifum Dana, ef þeir vilja beita þeim, og verða ekki þaðan losuð nema með ljúfu samþykki þeirra. Stjórnarskrá vor, sérmálastjórnarskráin, er eins og allir vita bygð á stöðulögunum nafntoguðu frá 1871, sem Danir einir hafa sett og geta því undan kipt hvenær sem þeir vilja. Danir hafa lengi þótt oss örðugir og þungir í viðskiftunum, en það ættu allir að geta gert sér í hugarlund, að ekki yrðu þeir ljúfari eða liðlegri, ef samningum væri spilt. Nú er konungur sjálfur oss Íslendingum mjög svo fylgjandi, að því er mælt er, en heldur mundi það að vonum gera hann oss fráhverfan, ef samningurinn væri feldur, samningur, sem hann sjálfur hefir í upphafi hrundið á stað og átt mestan þátt í að útvega oss, svo aðgengilegan, sem raun hefir á orðið.

Hér er þá um tvent að velja: Annars vegar ákveðna réttarstöðu, er samsvarar í öllum greinum ákvæðum þeim, er felast í »Gamla sáttmála«, og vér höfum barist fyrir í fulla hálfa öld, — og hins vegar fullkomið réttleysis- og innlimunarástand, eins og nú er, og at verra þó, ef illa færi.

Kjósi nú þeir þennan síðari kostinn sem það vilja og treystast til að verja það fyrir samvizku sinni og niðjum sínum. Hinir munu fleiri verða áður lýkur, sem kjósa sér til handa hinn fyrri kostinn — ef það þá ekki verður um seinan.




Sérprentun úr »Reykjavik«.