Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/21

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

43

lidamót, síst um mjadmir, hvartil framundir þessa tíma dreingir hafa brúkað axlabønd í stad bróklinda, ad halda uppi buxum. Þessi medferd eykur bædi þrif og fjør sveina og hid sama mætti um yngismeya búning segja, þó at klædasnidid sé ólíkt.

§ 20.

Módir er þolinmód vid børn, og bídur eptir at þau mentist, frædist og sidist smámsaman. Hún veit, at af børnum verdur ekki fullordinn madur í einnri andrá, heldur døgum, vikum, mánudum og árum saman. Þó ad eitt barn sé námsamara og þægra enn annad, fordast gód módir þá skømm, at hafa olnboga barn, því þegar hún hefir øll þau fædt, ega þau øll jafna skyldu at henni til kjærleika og vorkunnar í brestum þeirra, og helst á óvita aldri.

§ 21.

Þad er bædi gód sidsemi, og líka lángtum hollara barninu[1], at vera ekki sí-etandi allan dag, heldur ad þad matist aldrei fyrr enn þad kénnir sultar, og drekki ei fyrr enn þad kénnir þorsta; enn lángi þad til matar í milli, géfur skynsøm módir því harda og þurra fædu enn ekki ljúffenga. Jóh. Gottlob Krüger hefir vel skrifad um matarædi og atbúnad barna, hann segir svo;

  1. Þad er audskilid ad høfundurinn talar hér um børn, sem farin eru að komast á fót, ársgømul og þar yfir. S.