Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/4

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

§. 2.

Otti Drottins er upphaf vitskunnar, Psál. III, 10. Prov. 1, 2.9, 10., hann er sem a, b, c, í öllum dygda og sidalærdómi. Þad er hans besta verkan, at hann lætur manninn hata hid illa, Prov. 8, 13., enn meira þarf til at gjöra hid góda.[1] Hann einnsamann gjörir hygginn mann og varfærinn í athöfnum. Þeir Pharaos þegnar, sem óttudust Gud, létu kvikfénad sinn í hús undan lamvidris haglinu, sem Móses fyrir sagdi, Erod. 9, 20. og höfdu gód fjárhötd, þegar annara manna búsmali þar í nágrenninu féll í strá. Skipverjar Jónasar óttudust Gud og komust af med áheitum úr sjáfarháska. Jón. I, 16. Menn verda ad komast frám úr óttanum til trúnadartrausts á Gudi, og sídan en lengra áfram til kjærleikans; þá hid fyrsta er fengin sú vitska, sem himnesk er, hrein, fridsöm, tilleidíngarsöm, full miskunar og gódra verka, án manngreinar og smjadurs, Jac. 3, 17.

  1. Ætti mun það vera meiningin hér, að Guðs óttin ekki eins vel vinni að því, að maðurinn gjøri hið góða, eins og því, að hann hati hið illa, því ég gjøri ráð fyrir að høf. tali hér um sannan Guðs ótta og sannarlegan sem alleinn er upphaf vitskunnar og ekki lærtur hér nægja að bara illt, nema vilji Føðursins sé líka gjørður. Frá honum er beint stig til trúnaðartraustsins á algøðum føður, og þaðan til kjærleikans, til allra føðurs og eigin bræðra. S.