Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/12

Þessi síða hefur ekki verið villulesin

12 framhaldi

af

þessu

munu

erfiðleikarnir

hafa

mestu

liðið

hjá

og

skuldatryggingarálag bankanna tekið að lækka á ný. Ábendingar erlendra greiningarfyrirtækja vorið 2006 munu þó hafa leitt til þess að dregið hafi úr svonefndu krosseignarhaldi bankanna og eignarhald þeirra verið einfaldað. Eins og áður var getið mun Landsbanki Íslands hf. hafa keypt breska bankann Heritable Bank Ltd. árið 2002 og opnað að auki snemma árs 2005 útibú í London. Landsbanki Íslands hf. mun hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu 29. júní 2005 að ákveðið hafi verið að útibúið myndi taka við svokölluðum heildsöluinnlánum fyrir milligöngu Heritable Bank Ltd. Í október 2006 mun útibúið síðan hafa byrjað að bjóða rafræna innlánsreikninga undir nafninu Icesave Easy Access. Á miðju ári 2007 munu innstæður á þessum reikningum í Bretlandi hafa numið orðið um 3.600.000.000 sterlingspundum. Aðstæður íslensku viðskiptabankanna fyrri hluta árs 2006, sem að framan var getið, virðast ekki hafa orðið tilefni til að samráðshópur forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað væri kallaður saman, en fyrsti fundur hans var 1. júní 2006 og síðan annar 30. nóvember sama ár. Frá fyrsta fundi samráðshópsins liggur fyrir dagskrá, en engin fundargerð. Í fundargerð frá öðrum fundinum var þess getið að rætt hafi verið um stöðu og horfur í „fjármögnun viðskiptabankanna“, svo og „hvernig Icesave innlán Landsbankans koma fram í efnahag bankans, viðhorf matsfyrirtækja og erlendra banka“. Þá var þess getið að „útibúavæðing banka“ hafi komið til umræðu og einnig að heimild til að færa bókhald og ársreikninga í erlendum gjaldmiðli væri til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands gerðu samstarfssamning 3. október 2006, sem leysti af hólmi eldri samning um sama efni frá 28. mars 2003. Í upphafi samningsins sagði að hann varðaði „samstarf samningsaðila en hefur ekki áhrif á skyldur samningsaðila að öðru leyti samkvæmt lögum eða samningum.“ Í 1. grein samningsins sagði að markmið hans væri að samningsaðilar hefðu tiltekin „meginatriði að leiðarljósi í samstarfi sínu“, en þau væru í fyrsta lagi að ábyrgð hvors og verkaskipting væri skýr, bæði innbyrðis í samstarfi þeirra og gagnvart fyrirtækjum á fjármálamarkaði og almenningi, í öðru lagi að tryggt yrði að öllum tvíverknaði í sameiginlegri starfsemi stofnananna yrði haldið í lágmarki, í þriðja lagi að upplýsingaskipti milli þeirra yrðu greið og fljótvirk, í fjórða lagi að hvor þeirra myndi eins fljótt og kostur væri upplýsa hina um vísbendingar um erfiðleika á