Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/4

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

4 Landsbanka Íslands hf. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi að kvöldi sama dags og varð að lögum nr. 125/2008. Á grundvelli 5. gr. þeirra tók Fjármálaeftirlitið á tímabilinu 7. til 9. október 2008 yfir vald hluthafafundar í þessum þremur fjármálafyrirtækjum, vék stjórnum þeirra frá og setti yfir þau skilanefndir, sbr. 100. gr. a. laga nr. 161/2002. Slit þessara fyrirtækja standa enn yfir. 3 Með lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða var rannsóknarnefnd á vegum Alþingis falið að leita „sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“, eins og komist var að orði í 1. gr. laganna, svo og að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kynnu að bera ábyrgð á henni. Rannsóknarnefnd Alþingis lét frá sér fara ítarlega skýrslu um þetta efni 12. apríl 2010. Í framhaldi af því fjallaði sérstök nefnd níu þingmanna um skýrsluna, en með 2. mgr. 15. gr. laga nr. 142/2008, sbr. 1. gr. laga nr. 146/2009, var nefndinni meðal annars falið að „móta tillögur að viðbrögðum Alþingis“ við niðurstöðum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Meiri hluti þingmannanefndarinnar lagði á þessum grunni fram á Alþingi 11. september 2010 tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum, þar sem lagt var til að mál yrði höfðað fyrir Landsdómi á hendur ákærða, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvini G. Sigurðssyni. Við atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. sama mánaðar var tillaga þessi samþykkt að því er varðar málshöfðun á hendur ákærða, en að öðru leyti fékk hún ekki framgang. Í samræmi við 14. gr. laga nr. 3/1963 um Landsdóm tilkynnti forseti Alþingis 30. september 2010 forseta Hæstaréttar um þessa ákvörðun og kynnti sá síðarnefndi ákærða hana með bréfi sama dag. Á fundi Alþingis 12. október 2010 var kosinn saksóknari og annar til vara til að sækja af hendi þess mál gegn ákærða, sbr. 13. gr. laga nr. 3/1963. Samkvæmt kröfu ákærða var honum síðan skipaður verjandi 30. nóvember 2010. 4 Saksóknari Alþingis gaf út fyrrgreinda ákæru 10. maí 2011 á grundvelli þingsályktunarinnar frá 28. september 2010. Áður en til þess kom höfðu mál, sem þessu tengdust, tvívegis komið til kasta Landsdóms. Þetta voru annars vegar mál nr. 1/2011, sem lokið var með dómi 8. mars 2011, og hins vegar mál nr. 2/2011, sem lokið var með úrskurði 22. sama mánaðar, en þau voru rekin til úrlausnar um ágreining, sem