Blaðsíða:Frumvarp Stjórnlagaráðs.pdf/31

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Stjórnlagaráðs. Það voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við HÍ, Hrefna Friðriksdóttir, dósent í fjölskyldu- og erfðarétti við lagadeild HÍ, Páll Þórhallsson, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík, og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þess skiluðu mennta- og menningarmálaráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og utanríkisráðuneytið umsögnum við tillögurnar. Loks komu þrír af áðurnefndum sérfræðingum á fund Anefndar; þær Aðalheiður Jóhannsdóttir, Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir.

Verkefnanefnd B

Formaður B-nefndar var kjörin Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur Þorsteinsson varaformaður. Auk þeirra tóku þar sæti þau Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Ritari nefndarinnar var Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir.

Nefndin fjallaði um undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og stöðu forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, ríkisstjórn, störf forseta og ráðherra og verkefni framkvæmdarvaldsins og stöðu sveitarfélaga.

Haldnir voru 42 fundir og lagðar fram tillögur að 61 grein í sex kafla frumvarps Stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga. I. kafla um Undirstöður, III. kafla um Alþingi (þann hluta kaflans sem fjallar um störf og hæfi þingmanna, skipan og hlutverk Alþingis, löggjafar, eftirlits- og fjárstjórnarvald þingsins), IV. kafla um forseta Íslands, V. kafla um ráðherra og ríkisstjórn,

VI. kafla um dómsvald (eitt ákvæði um ákæruvald og ríkissaksóknara) og VII. kafla um sveitarfélög (um stjórnarskrárbreytingar, gildistöku og bráðabirgðaákvæði). Nefndinni bárust 121 erindi frá almenningi og félagasamtökum sem voru tekin fyrir og rædd á fundum.

Tillögur nefndarinnar voru sendar á vinnslustigi til umsagnar nokkurra sérfræðinga, ráðuneyta og stofnana. Þeir sérfræðingar sem skiluðu umsögnum til nefndarinnar voru Birgir Hermannsson, kennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst, Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunar- og þjóðarétti við Háskóla Íslands, Eiríkur Tómasson, fyrrv. prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og hæstaréttardómari, Páll Þórhallsson, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík og skrifstofustjóri löggjafarmála hjá forsætisráðuneytinu, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, Róbert R. Spanó, prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskóla Íslands, og Sigurður Rúnar Sigurjónsson, nefndarritari fjárlaganefndar hjá Alþingi. Jafnframt komu allir framangreindir sérfræðingar á fund nefndarinnar. Loks skilaði forsætisráðuneytið umsögn.

Verkefnanefnd C

Formaður C-nefndar var kjörinn Pawel Bartoszek og Íris Lind Sæmundsdóttir varaformaður. Auk þeirra tóku þar sæti þeir Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Ritari nefndarinnar var Agnar Bragason.

Nefndin fjallaði um Lögréttu (Stjórnlagaráð), lýðræðislega þátttöku almennings (þ. á m. stjórnarskrárbreytingar), sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds, alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingismenn, samninga við önnur ríki og utanríkismál.

Haldnir voru 48 fundir og lagðar fram tillögur að 23 greinum í fjóra kafla frumvarps Stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga, III. kafla um Alþingi (þann hluta kaflans sem fjallar um kosningar og lýðræðislega þátttöku almennings), VI. kafla um dómsvaldið, VIII. kafla um utanríkismál og lokaákvæði IX. kafla (um stjórnarskrárbreytingar, gildistöku og bráðabirgða 29