Blaðsíða:Frumvarp Stjórnlagaráðs.pdf/32

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

ákvæði). Nefndinni bárust 107 erindi frá almenningi og félagasamtökum sem voru tekin fyrir og rædd á fundum.

Tillögur nefndarinnar voru sendar á vinnslustigi til umsagnar nokkurra sérfræðinga, ráðuneyta og stofnana. Þeir sérfræðingar sem skiluðu umsögnum til nefndarinnar voru Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarog þjóðarétti við Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, og Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri lagadeildar Háskólans á Akureyri. Auk þess skiluðu forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið umsögnum við tillögur nefndarinnar, ásamt alþjóðlegu stofnuninni „ACE Practitioners’ Network“, sem vinnur að kosningafræðum.

Loks komu þrír sérfræðingar á fund Cnefndar, áðurnefndar Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir, og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 30