Blaðsíða:Frumvarp Stjórnlagaráðs.pdf/46

Þessi síða hefur ekki verið villulesin

til að takmarka þjónustu á grundvelli meðalhófs. Vísa má í þessu samhengi til breytingar á lögum um lögheimili nr. 21/1990 sem gerðar voru árið 2006 í kjölfar dóms sem gekk í Hæsta­ rétti þann 14. apríl 2005 í máli nr. 474/2004. Málið snerist um lögmæti þess að fjölskyldu var synjað að skrá lögheimili sitt í sumarhúsi í sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Var vísað í grein þágildandi stjórnarskrár sem tryggði fólki rétt til að ráða búsetu sinni enda stangaðist slíkt ekki á við lög og talið að sveitarfélaginu hefði verið óheimilt að synja fjölskyldunni um lögheimilisskráninguna. Í kjölfar dómsins var farið í vinnu á vegum félagsmálaráðuneytisins til að skerpa á ákvæðum laga að þessu leyti. Í athugasemdum með frumvarpi að breytingu á lögum um lögheimili eru sett fram rök fyrir takmörkunum á rétti manna til að skrá lögheimili sín þar sem þeir vilja:

Opinber þjónusta getur til að mynda orðið dýrari og af þeim sökum gæti þurft að draga úr þjónustu þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna eru takmarkaðir. Það er mikilvægur þáttur í sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga að þau geti innan marka laga forgangsraðað verkefnum og ákveðið útfærslu þeirrar þjónustu sem þau veita, m.a. í þeim tilgangi að nýta tekjustofna sína af hagkvæmni. Algert frjálsræði í vali á búsetu innan sveitarfélags getur þannig ekki aðeins grafið undan forræði sveitarfélaga í skipulagsmálum heldur getur það einnig haft áhrif á rekstrargrundvöll þeirra. Eru slíkar afleiðingar sérstaklega nærtækar í víðfeðmum sveitarfélögum þar sem stórar sumarhúsabyggðir eru og eigendur sumarhúsa jafnvel margfalt fleiri en íbúar viðkomandi sveitarfélags. Auk þess eru aðstæður víða þannig í frístundabyggðum að erfitt er að tryggja þjónustu allt árið um kring vegna þess að aðgengi er erfitt og til dæmis er snjómokstur nánast útilokaður nema með óheyrilegum tilkostnaði.[1]

Stjórnlagaráð lítur svo á að löggjafinn hafi áfram ákveðið svigrúm í þessum efnum, m.a. til að takmarka réttindi tengd lögheimilum, í þágu almannahags.

Stjórnlagaráð lítur svo á að jafnræðisákvæði frumvarps þessa sé ekki tæmandi og taki m.a. til mismununar á grundvelli kynvitundar. Litið er svo á að bann við mismunun á þeim grundvelli taki til alls þess ferils sem fólk með ólíka kynvitund gengur í gegnum og eigi því við áður en skipt er um kyn, í kynleiðréttingarferli og eftir að kyn hefur verið leiðrétt. Athuga þarf einnig að ekki er öllum fært að ganga í gegnum kynleiðréttingarferli, t.d. af heilsufarsástæðum eða vegna þess að heilbrigðisþjónusta sem í boði er hentar þeim ekki, og lifa þeir einstaklingar þá áfram í gagnstæðu kyni. Bann við mismunun þarf að taka á öllum framangreindum tilvikum.

Hinn 5. júlí 2011 barst Stjórnlagaráði tillaga frá 15 félagasamtökum og stofnunum um að tilgreina bæði kynhneigð og kynvitund í jafnræðisreglu mannréttindakafla frumvarps til stjórnarskipunarlaga. Öll félögin áttu það sameiginlegt að gæta hagsmuna hinsegin fólks en þar að auki stóðu að tillögunni Alnæmissamtökin á Íslandi, Íþróttafélagið Styrmir og Mann­ réttindastofa Íslands. Eins og komið hefur fram var sú tillaga samþykkt að kynhneigð yrði talin upp sem mismununarbreyta í jafnræðisreglunni en tillagan um að telja kynvitund upp, sem var lögð fram eftir að ráðinu barst erindið, var felld.

Í tillögunni frá samtökum hinsegin fólks og öðrum er orðinu kynhneigð vísað til getu hvers einstaklings til að verða ástfanginn og laðast tilfinningalega og kynferðislega að, og eiga náin og kynferðisleg samskipti við, einstaklinga af gagnstæðu kyni, sama kyni eða báðum kynj­ um.[2] Orðið kynvitund vísar til djúpstæðrar innri tilfinningar sérhverrar manneskju og ein­ staklingsbundinnar upplifunar hennar á kyni, sem getur samsvarað eða verið andstæð því kyni sem hún var talin hafa við fæðingu, þar með talin persónuleg upplifun á líkamanum (sem – ef það er gert af frjálsum vilja – gæti falið í sér breytingar á líkamlegu útliti, eða hlutverki

  1. Sjá frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili o.s.frv. 2006-2007.
  2. Alþjóðlega lögfræðinganefndin 2007: 6.

44