Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/16

Þessi síða hefur verið staðfest

7

staklega þótti henni vænt um Elísu. Shelby hafði keypt. hana, þegar hún var kornungt barn, og gefið konu sinni, með því hann hugði, að hið litla, fagra stúlkubarn væri henni kærkomin gjöf. Það var einnig farið vel með hana, eins og alla þræla Shelbys, og með framferði sínu ávann hún sér fljótt hylli og velvild húsmóður sinnar. Þegar hún var barn, var henni leyft að leika sér um herbergin, rétt eins og væri hún dóttir húsbændanna, og þegar hún óx upp og varð falleg og elskuverð stúlka, gjörði húsmóðir hennar hana að herbergismey sinni.