Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/21

Þessi síða hefur verið staðfest

III. Bölvun þrældómsins.

Um kvöldið sátu þau hjónin, Shelby og kona hans, og voru að tala saman.

„Meðal annars, Arthúr; hver var þessi ruddalegi maður, sem borðaði með okkur í dag?“

„Hann heitir Haley“, sagði Shelby og sneri sér á stólnum fremur órólega.

„Er hann þrælakaupmaður?“ sagði frúin, sem tók eptir einhvers konar vandræðasvip á manni sínum.

„Hvað kemur til að þér dettur þetta í hug, góða mín?“ sagði Shelby og leit upp.

„Ekkert sérlegt — ekki annað en bað, að hún Elísa kom inn til mín, þegar búið var að borða. miðdegisverð og gekk mikið á fyrir henni, og sagði hún að þrælakaupmaður væri að fala drenginn sinn — litli aulinn sá arna.“

„Gjörði hún það“, sagði Shelby og tók aptur að lesa í blaði sínu, sem hann virtist um stund alveg niðursokkinn í; en tók ekki eptir því, að hann hélt því öfugt fyrir sér, svo að það vissi upp, sem niður átti að snúa.

„Eg sagði Elísu“, sagði frú Shelby, „að hún gjörði sér heimskulegar áhyggjur, og að þú hefðir aldrei nein mök við þess háttar menn. Eg vissi náttúrlega að þú hefur aldrei

12