14
umhugsun um tilfinningar þínar; þú verður að meta það við mig.“
„Kæri Arthúr“, sagði frúin, „fyrirgefðu mér, eg var of fljót á mér. Þetta kom svo flatt upp á mig. En eg er viss um að þú leyfir mér að taka málstað þessara vesalinga. Tómas er göfuglyndur og tryggur, þó hann sé svartur; eg gæti vel trúað því, Arthúr, að ef á þyrfti að halda, þá legði hann líf sitt í sölurnar fyrir þig.“
„Eg veit það, eg er viss um það; en til hvers er að vera að tala um það? eg get ekki að þessu gjört. Mér þykir vissulega mikið fyrir því, að þú skulir taka þetta svona nærri þér, Emilía,“ sagði Shelby, „en eg segi þér satt, að eg get ekki að því gjört. Eg ætlaði mér ekki eð segja þér það, Emilía; en í stuttu máli, það er ekki annar kostur, en annað hvort að selja þessa tvo eða selja allt; annað hvort verða þeir að fara, eða allt. Haley hefur þunga veðskuldakröfu gegn mér, sem hann ætlaði að taka allt upp í, ef eg borgaði ekki strax. Eg var á hans valdi, og varð að gjöra það.
Frú Shelby stóð sem þrumulostin. Loksins gekk hún til herbergis síns, fól andlitið í höndum sér og andvarpaði þungan.
„Þetta er bölvun guðs yfir þrælahaldinu! Beiska, beiska, meinbölvaða ástand. Bölvun fyrir húsbóndann, og bölvun fyrir þrælinn! Eg var heimskingi að hugsa, að eg gæti leitt nokkuð gott út úr slíkri dauðans villu. Það er synd að halda