IV. Móðirin.
Hjónin grunaði lítið, að það væri manneskja, sem hlýddi á þessa samræðu þeirra. Elísa, sem var bæði óttaslegin og. kvíðafull, hafði falið sig í stórum skáp, er opnaðist bæði inn í herbergi frúarinnar og út í ganginn.
Þegar þau slitu talinu, kom Elísa fram úr fylgsni sínu, og gekk hljóðlega burt.
Hún var föl og skjálfandi, með harðlega andlitsdrætti og samanklemmdar varir, og með öllu ólík hinni viðkvæmu og veigalitlu manneskju, sem hún hingað til hafði verið. Hún gekk gætilega fram eptir ganginum, staðnæmdist eitt augnablik fyrir framan dyr húsmóður sinnar, og fórnaði upp höndum í þegjandi hjálparbæn til himinsins, og svo hvarf hún inn í herbergi sitt.
Það var lítið en snoturt herbergi, á sama gólfi og herbergi húsmóður hennar. Þarna var skemmtilegi sólskinssæli glugginn, þar sem hún svo opt hafði setið syngjandi við sauma sína; þarna var ofurlítill skápur, með bókunum hennar, og meðfram þeim var raðað smámunum ýmsum, er hún hafði fengið að jólagjöfum. Hér var í stuttu máli heimilið hennar, og yfir höfuð að tala hafði það verið gott heimili.
En þarna á rúminu lá drengurinn hennar sofandi; hinir
16