Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/28

Þessi síða hefur verið staðfest

19

aðist inn í skápinn, sein er við hliðina á herbergi frúarinnar, og eg heyrði, að húsbóndinn sagði frúnni, að hann hefði selt Harry minn og þig, Tómas frændi, þrælakaupmanni nokkrum, og að hann mundi koma á morgun til þess að taka við ykkur.“

Meðan Elísa mælti þessi orð, hafði Tómas staðið með upplyptum höndum og uppglenntum augum, eins og hann væri í leiðslu eða draumi. Þegar honum skildist, hvað um var að vera, hné harm hægt og seint, fremur en settist, niður á gamla stólinn sinn, og lét höfuðið hníga niður að hnjám sér. — „Góður guð hjálpi okkur“, sagði Kló — „ó? þetta er líkast því, að það sé ekki satt! Hvað hefur hann gjört fyrir sér, að húsbóndinn fari að selja hann?

„Hann hefur ekki gjört neitt fyrir sér — það er ekki fyrir þá sök. Húsbóndinn ætlaði sér ekki að selja ykkur, og frúin, — hún er alltaf svo góð, eg heyrði að hún tók málstað okkar. En hann sagði, að það væri ekki til neins, hann væri skuldugur manninum og væri á valdi hans, og ef hann borgaði ekki þegar í stað, þá mundi fara svo að hann yrði að selja allt, fólkið og jörðina, og flytja burt. Já, eg heyrði hann segja, að það væri enginn annar vegur, annaðhvort yrði hann að selja þessa tvo, eða þá að öðrum kosti allt — maðurinn gengi svo hart að honum.“

„Og“, sagði Elísa, þar sem hún stóð í dyrunum, „lítið grunaði mig, þegar eg sá manninn minn í kveld, hvað koma mundi. Það er nú búið að fara svo illa með hann, að hann getur ekki haldizt við lengur, og hann sagði mér í dag, að