Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/35

Þessi síða hefur verið staðfest

VI. Örvæntingarhlaup.

Þrælakaupmaðurinn, sein hafði keypt drenginn hennar, nálgaðist óðum.

Þegar er flótti Elísu var uppvís orðinn, bjóst Haley til að veita henni eptirför. En hann komst ekki eins fljótt af stað, eins og hann vildi. Svertingjarnir, Sámur og Andri, sem höfðu fengið skipun um að veita Haley hjálp, sáu að húsmóðir þeirra hirti ekki um, að Elísu yrði náð; þeir komu því þá til leiðar, að hestur Haleys fældist, og Haley datt af baki; sömuleiðis slepptu þeir sínum hestum, og gekk allur morguninn í að ná þeim aptur. Það var því ekki fyr en eptir hádegi, að þeir hófu ferð sína.

Áður en þeir höfðu lengi riðið, komu þeir þar sem tveir vegir mættust. Báðir höfðu þeir einu sinni legið að fljótinu, en nú var búið að girða fyrir annan veginn. Sámur vissi þetta og sagði Haley það, en á þann hátt, að Haley trúði honum ekki. Eptir einnar stundar reið komu þeir að endanum á veginum, en þá urðu þeir að snúa aptur sömu leið. Það var komið kvöld, þegar þeir komu í þorpið, þar sem Elísa var að hvíla sig með barnið.

Hérumbil þrem fjórðu hlutum stundar eptir að Elísa hafði lagt drenginn til svefns, komu ofsækjendur hennar ríðandi til

26