Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/36

Þessi síða hefur verið staðfest

27

þorpsins. — Elísa stóð við gluggann, þegar hið aðgætna auga hennar sá þeim bregða fyrir. Var nú það fram komið, er hún hafði óttazt. Elísu fannst sem þúsund líf lægju í þessu eina augnabliki. Hliðardyr lágu úr herberginu, sem vissu út að ánni. Hún þreifbarn sitt og hljóp niður tröppumar á leið til árinnar. Haley kom auga á hana, einmitt þegar hún var að hverfa niður á árbakkann, og hann þaut af hestinum og stökk á eptir henni, eins og hundur á eptir hind.

Á þessu hræðilega augnabliki virtust fætur hennar naumast koma við jörðina, og eptir fáar sekúndur var hún komin að vatninu. Rétt á eptir henni var ofsækjandi hennar. — Vopnuð með styrk þeim, sem guð gefur einungis hinum örvæntingarfulla, hljóp hún með tryltu ópi og flughröðu stökki beint yfir hinn gruggaða straumál með fram bakkanum, út á íshroðann, sem var í ánni.

Það var örvæntingarhlaup — ómögulegt sérhverjum, nema hinum örvæntingarfulla og æðisgengna; jafnvel þrælakaupmaðurinn, sem kominn var niður að ánni, hrópaði ósjálfrátt upp yfir sig og fórnaði upp höndunum, þegar hún stökk út á ísinn.

Hinn stóri, græni ísjaki, sem hún kom niður á, dýfði sér brakandi undan þunga hennar, en hún staðnæmdist ekki eitt augnablik. Með æðisgengnu ópi og örvæntingar krapti stökk hún á annan jaka, og á enn annan — hrasandi, hlaupandi, skriðnandi, stökkvandi upp aptur.

Skórnir hennar voru farnir, sokkarnir flettir af fótum henn-