Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/39

Þessi síða hefur verið staðfest

VII. Bird ráðherra. (les: Berd)

Bird ráðherra var nýkominn úr ferð frá Washington; hann sat inni í notalegu dagstofunni sinni, og var að tala við konu sína. Eldurinn skíðlogaði á arninum, og lagði birtuna af honum inn í herbergið.

„Nú, nú,“ sagði hún, þegar búið var að bera af borðinu, „hvað gjörðist nú á þinginu?“

Það var annars óvenjulegt, að frú Bird færi að spyrja um aðgjörðir þingsins, því henni fannst hún hafa um nóg annað að hugsa. Bird rak því upp stór augu, og sagði: „Það var nú lítið áríðandi“.

„Er það annars satt, að það sé búið að setja lög, sem fyrirbjóði manni að gefa þessu veslings svarta fólki matarbita eða munnsopa, þegar það ber að dyrum? eg heyrði sagt að verið væri að ræða slík lög, en eg trúði því ekki, að nokkurt kristið löggjafavald gæfi slík lög út“.

„Hvað er að tarna María, þú ert allt í einu orðin mesti stjórnmálagarpur.“

„Nei, nei, enganveginn! Eg gef yfir höfuð ekki baun fyrir öll ykkar stjórnmál, en þetta álít eg að væri blátt áfram grimmilegt og með öllu ókristilegt, og eg vona, kæri minn, að engin slík lög hafi verið gefin út.“

„Það hafa verið samþykkt lög um að banna fólki að hjálpa strokuþrælum frá Kentucky.“

30