Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/48

Þessi síða hefur verið staðfest

39

ég. Ég hef farið þar svo margsinnis opt ríðandi og þekki leiðina nákvæmlega; og þú sérð, að við þessu er ekki hægt að gjöra. Kudjó verður að ná í hestana svo lítið beri á hér um bil klukkan 12 í nótt, og ég flyt hana yfir um.

„Jón“ sagði kona hans, og lagði hina litlu, hvítu hönd sína í hönd honum, „heldurðu að ég hefði nokkurn tíma elskað þig, ef ég hefði ekki þekkt þig miklu betur enn þú sjálfur?“

Hinn virðulegi ráðherra tók þegar í stað að líta eptir vagninum og því er til ferðarinnar þurfti. Hann nam samt sem áður staðar við dyrnar, áður en hann gekk út, og sagði:

„María, ég veit ekki hvað þér sýnist um það, en ég er að hugsa um dragkistuna, sem við eigum með fötunum hans — hans Hinriks litla okkar.“ Að svo mæltu snérist hann á hæli og lokaði dyrunum á eptir sér.

Kona hans opnaði dyr á litlu herbergi við hliðina á stofunni, er hún sat í; hún tók ljósastikuna og setti á borð í herberginu, síðan tók hún lykil úr litlum skáp, og stakk honum þungt hugsandi í skrána á einni skúffu dragkistunnar.

Tveir drengir komu inn á eptir henni; þeir horfðu þegjandi með þýðingar miklu augnaráði á móður sína. Og þér mæður, sem þetta lesið — hefur aldrei í húsi yðar verið nein sú hirzla, sem fyrir yður hefur verið að ljúka upp eins og að opna litla gröf? Hve gæfusöm móðir ertu, ef svo hefur eigi verið!

Frú Bird opnaði hægt eina skúffu dragkistunnar. Þar lágu ofurlitlar yfirhafnir með ýmsu sniði, svuntur og litlir sokk-