Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/66

Þessi síða hefur verið staðfest

57

Það leit út fyrir að Tómas yrði forviða og að honum þætti fyrir. „Ég drekk aldrei vín, húsbóndi minn.“

„Þetta hef ég nú heyrt áður, Tómas, en við skulum nú sjá til. Sleppum þessu,“ sagði hann og brosti, er hann sá að Tómas var ekki sem ánægðastur á svipinn, „ég efast ekki um að þú villt reynast vel.“

„Og þú skalt eiga gott,“ sagði Eva; „pabbi er góður við alla, hann hefur bara gaman af að spauga við fólk.“

„Pabbi þakkar þér fyrir meðmælin,“ sagði St. Clare hlæjandi, snéri sér á hæli og fór.