60
uð skrítin og ætla að hún muni vera vel til þess fallin, að þú reynir á henni uppeldisreglur þínu. — Nú, nú, Topsy“, sagði hann og blístraði, eins og hann væri að kalla á hund; „syngdu lag fyrir okkur, og láttu okkur sjá einhvern al dönsunum þínum.“
Það kom einhvers konar galsa- og ertnisglampi í svörtu augun, og með hvellri og skerandi rödd byrjaði hún að syngja hlægilegan svertingjasöng, um leið og hún barði saman fótunum, klappaði saman höndum og snerist í hring eins og snarkringla; loksins steypti hún sér kollhnís einum tvisvar eða þrisvar sinnum, og rak um leið upp ámátlegt gaul, líkast því er eimskip blæs; það átti að vera endanótan í svertingjalaginu, sem hún var að syngja; síðan nam hún staðar á gólfinu frammi fyrir St. Clare með samanlögðum höndum og auðmýktar- og hátíðarsvip á andlitinu, en augunum gaut hún í allar áttir út undan sér.
Ophelía stóð þegjandi. Hún var gjörsamlega steini lostin af undrun.
St. Clare virtist hafa mjög mikið gaman af undrun hennar. Hana sneri sér aptur að barninu og sagði: „Topsý, þetta er nú nýja húsmóðirin þín. Eg ætla að fá þig henni í hendur. Nú áttu að haga þér vel, heyrirðu það!“
„Já, massa[1]“, sagði Topsý hátíðlega, en svörtu augun glömpuðu ógeðslega.
- ↑ Venjulegt ávarp svertingja í staðinn fyrir „master“ (herra). Þeir segja og opt „missus“ fyrir mistress (frú).