Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/74

Þessi síða hefur verið staðfest

XV. Litli trúboðinn.

Það var enginn á heimilinu, sem gat ráðið við veslings Topsý. Einn dag kom Ophelía að máli við St. Glare. „Eg segi það satt, Ágústínus,“ sagði hún, „eg hef ekki hugmynd um, hvað eg á að taka til bragðs. Eg hef allt af verið að reyna að segja henni til; eg hef áminnt hana þangað til eg er orðin uppgefin; eg hef hýtt hana, eg hef hegnt henni með öllu, sein mér hefur getað komið til hugar; en þrátt fyrir allt þetta er hún öldungis sú sama og hún var þegar hún kom.“

„Komdu nú Topsý. Hvað kemur til að þú hegðar þér þannig?“ sagði St. Clare og átti örðugt með að verjast hlátri, er hann sá svipinn á Topsý.

„Eg hugsa það sé af því hjarta mitt sé svo illt,“ Sagði Topsý alvörugefin. „Missus Felly segir það.“

„Sérðu ekki, hvað Ophelía hefur gjört fyrir þig? Hún segist vera búin að reyna allt, sem henni geti komið til hugar, við þig.“

„Já, massa! Gamla missus sagði það nú líka. Hún lamdi mig miklu fastara, og dró mig á hárinu, og sló höfðinn á mér við dyratrén, en eg lagaðist ekki við það — eg er svo vond! Eg er bara svertingjastelpa, ekkert annað.“

„Jæja, eg hætti við hana,“ sagði Ophelía.

5

65