Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/82

Þessi síða hefur verið staðfest

73

ykkur og er farin til himnaríkis, og að eg vona að sjá ykkur þar öll.“

Það er ómögulegt að lýsa því, er allt fólkið safnaðist umhverfis barnið og tók á móti hinni seinustu gjöf hennar, er bar svo mjög vott um kærleika hennar. Það féll á kné við legubekkinn grátandi og andvarpandi og kysti faldinn á kjólnum hennar.

Ophelía benti sérhverjum, sem hafði tekið við sinni gjöf, að fara út úr herberginu; hún óttaðist að þessar miklu geðshræringar kynnu að hafa ill áhrif á sjúklinginn.

Að síðustu voru allir farnir nema Tómas og gamla fóstran.

„Hérna Tómas frændi,“ sagði Eva, „hér er einn fallegur handa þér. Ó, Tómas, eg er svo glöð af að hugsa til þess, að eg skuli sjá þig aptur á himnum, því eg er alveg viss um það; og fóstra—elsku, góða, kæra fóstra mín!“ sagði hún og vafði handleggjunum blíðlega utanum hálsinn á gömlu fóstru sinni — „eg veit að þú kemur þangað líka“.

„Ó, ungfrú Eva, eg veit ekki hvernig eg get lifað án yðar“, sagði gamla konan, og grét hástöfum.

Ophelía opnaði dyrnar og ýtti þeim Tómasi frænda og fóstru Evu góðlátlega út, og hugsaði að nú væru allir farnir; en er hún sneri sér við, sá hún að Topsý stóð þar.

„Hvaðan kemur þú, barn?“ spurði hún.

„Eg var hérna inni,“ sagði Topsý og þurkaði tárin af