80
og bauð þrælum sínum að refsa honum með grimmilegri húðstroku.
„Eg skal telja hvern blóðdropa, sem til er í þér, og kreista þá úr þér einn og einn, þangað til þú segir frá því,“ sagði Legree loksins við Tómas.
En Tómas neitaði. Hann leit á húsbónda sinn og sagði: „Húsbóndi minn, ef þér væruð sjúkur eða deyjandi, og eg væri fær um að bjarga yður, þá skyldi eg gefa yður hjartablóð mitt, og ef blóðið í þessum gamla, hrörlega líkama gæti frelsað yðar dýrmætu sál, þá skyldi eg glaður gefa það. Ó, húsbóndi minn, bætið eigi þessari synd á samvizku yðar! Það er verra fyrir yður sjálfan, heldur en fyrir mig. Þér megið gjöra mér eins mikið illt og þér getið; þjáningar mínar eru bráðum á enda.“
Þessi orð voru líkust því sem himneskur sönghljómur heyrðist skyndilega gegnum óðastorm. Legree stóð kyr og starði á Tómas.
En það var aðeins eitt augnablik. Það kom snöggvast hik á hann, en þá kom hinn vondi andi aptur yfir hann með sjö anda sér verri; og Legree varpaði Tóraasi til jarðar og froðufelldi af reiði.
* * *
Legree stóð hjá og horfði á, er menn hans húðstrýktu veslings Tómas; hann féll brátt í ómegin og allir hugðu hann örendan, en það var þó eigi enn.