Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/93

Þessi síða hefur verið staðfest

84

þar og horfðu á lík hins látna, „hjálpið þið mér til að bera hann á vagninn, og lánið þið mér reku“.

Einn þeirra hljóp eptir rekunni, en hinir hjálpuðu Georg, með að bera líkið á vagninn.

Georg mælti ekki orð til Legrees, og leit ekki á hann, þar sem harm stóð og raulaði lag fyrir munni sér, eins og ekkert væri um að vera, en skipti sér þó ekkert af því þótt Georg byði svertingjunum að hjálpa sér; hann gekk ólundarlega á eptir þeim, þangað sem vagninn stóð við húsdyrnar.

Hinumegin við landamerki plantekrunnar var sandhóll, sem nokkur tré skyggðu á. Þar tóku þeir gröfina.

„Eigum við ekki að færa hann úr yfirhöfninni, massa?“ sögðu svertingjarnir, þegar gröfin var til búin.

„Nei, nei, grafið hana með honum. — Það er hið eina, sem eg get gefið þér, veslings Tómas, og þú skalt hafa hana?“

Þeir lögðu hann í gröfina og mokuðu síðan þegjandi ofan í hana, hlóðu því næst upp að leiðinu og lögðu grænt torf ofan á það.

„Þið megið nú fara, drengir,“ sagði Georg og legði silfurpening í lófa hvors þeirra. Þeir biðu samt við lítið eitt.

„Ef hinum unga massa þóknaðist að kaupa okkur?“ sagði annar.

„Við skyldum þjóna honum vel og með trúmennsku“ sagði hinn.

„Það eru harðir tímar hér, massa“ sagði hinn fyrri. „Gjörið þér það, massa; kaupið þér okkur; gjörið þér það!“