Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/96

Þessi síða hefur verið staðfest

87

Það var þögn nokkra stund og þau grétu hvert með öðru; því næst settist Georg við hliðina á Klóu frænku, hélt í hönd hennar og sagði henni með fáum áhrifamiklum orðum frá hinni dýrðlegu burtferð manns hennar úr þessum heimi, og skilaði hinni síðustu ástar kveðju.

Hér um bil mánuði síðar var það einn morgun, að öllu þjónustufólki Shelbys var stefnt saman í stóran samkomusal þar í húsinu, til þess að hlýða á nokkur orð, er hinn ungi húsbóndi þeirra ætlaði að tala til þeirra.

Það fékk öllum mikillar undrunar, er hann hafði með sér bunka mikinn af skjölum. Það voru lausnarbréf þeirra, og las hann þau upp hvert á fætur öðru og afhenti hverjum einum jafnóðum ; en allir, sem viðstaddir voru, gjörðu ýmist að þeir grétu fagnaðartárum eða æptu af undrun.

En margir af þeim þyrptust umhverfis hann og báðu hann með mikilli alvöru að láta sig ekki fara á brott, og réttu honum aptur lausnarbréf sín með áhyggju svip.

„Vér hirðum eigi að vera frjálsari, enn vér erum. Vér höfum ávallt haft allt það, er vér höfum þarfnast. Vér viljum ekki fara héðan, frá þessu gamla heimili voru, og frá „massa“ og „missus“ og öllum hinum“.

„Kæru vinir mínir“ sagði Georg, þegar er hann gat fengið hljóð. „Það kemur ekki til þess, að þér þurfið að fara héðan eða yfirgefa mig. Jörðin þarf eins mikinn vinnukrapt eins og áður, og eg þarf að hafa eins margt þjónustufólk við hús mitt, eins og eg hef haft að undanförnu. En nú eruð þér upp frá