Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/109

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

103

leyti sem hún kom heim, og um kvöldið kom Jón með hjerana alla í einum hóp.

„Miklir skelfilegir aumingjar eruð þið“, sagði kóngurinn. „Jeg verð víst að fara sjálfur“, bætti hann við og klóraði sjer í hnakkanum, „annars náum við aldrei þessu pípuræskni af honum Jóni. Jeg sje, að það er ekki um annað að gera“.

„Jeg verð víst að fara sjálfur“.

Og þegar Jón smali var kominn út í skóg með hjerana daginn eftir, fór kóngur á eftir honum, og fann hann í sömu brekkunni, þar sem kvenfólkið hafði heimsótt hann.

Þeim kom ágætlega saman, og skemtu sjer hið besta, og Jón sýndi kóngi pípuna, bljes í báða enda hennar og kóngi fanst þetta fyrirtaks pípa, og vildi endilega kaupa hana, þótt hann yrði að gefa fyrir hana 1000 dali.

„Já, þetta er mikil pípa“, sagði Jón smali, „og fyrir peninga er hún ekki föl“, sagði hann, „en sjerðu hvítu merina þarna niðri?“ spurði hann og benti út í skóginn.

„Ójá, þetta er nú hryssan mín, hún Hvít“, sagði kóngur. „Ætli jeg þekki hana ekki“.

„Jæja, ef þú vilt borga mjer 1000 dali og kyssa hvítu merina, sem er á beit þarna niðri í mýrinni, bak við stóra furutrjeð, þá skaltu fá pípuna mína“, sagði Jón.