Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/20

Þessi síða hefur verið staðfest

14

anvinds, því hann er miklu sterkari en við, og hefir víða farið, hann getur líklega sagt þjer eitthvað um þetta. Þú getur setst á bak mjer, þá skal jeg bera þig þangað“.

Jú, það gerði hún, og þau fóru til Sunnanvinds, og voru ekki lengi á leiðinni, skuluð þið vita. Þegar þau voru komin alla leið, spurði Vestanvindur, hvort Sunnanvindur gæti vísað þeim til hallarinnar, sem væri fyrir austan sól og vestan mána, því stúlkan ætti að fá konungssoninn þar fyrir mann.

„Jæja“, sagði Sunnanvindurinn, „er það hún?“ — Jeg hefi nú farði hingað og þangað um æfina, en svo langt hefi jeg aldrei komist. En ef þú vilt, þá skal jeg fylgja þjer til bróður míns, Norðanvinds, hann er elstur og sterkastur af okkur öllum, og viti hann ekki hvar þetta er, þá færðu heldur aldrei að vita það. Þú getur setst á bak mjer, þá skal jeg bera þig til hans“.

Jú, hún settist á bak Sunnanvindinum, og hann af stað, og ekki voru þau lengi á leiðinni.

Þegar þau komu þar sem Norðanvindurinn átti heima, var hann í svo illum ham, að kuldastrokan stóð af honum langar leiðir.

„Hvað viljið þið“, æpti hann, meðan þau voru enn langt í burtu, og það fór hrollur um þau við að heyra til hans, svo ógurleg og ísköld var röddin.

„Æ, vertu nú ekki svona strangur“, sagði Sunnanvindur, „því þetta er nú bara jeg, og stúlkan sem átti að giftast kóngssyninum, sem býr í höllinni fyrir austan sól og vestan mána, og nú ætlar hún að spyrja þig, hvort þú hafir komið þangað, og getir vísað henni leið, því hún vill gjarna finna kóngssoninn sinn aftur“.

„O, jeg veit nú, hvar þetta er“, sagði Norðanvindur, „jeg bljes einu sinni laufblaði þangað, en af því varð jeg svo þreyttur, að jeg gat ekki blásið í marga daga á eftir. En ef þú endilega vilt komast þangað, og ert ekki hrædd við að fara með mjer, þá skal jeg taka þig á bak mjer og vita hvort jeg get komið þjer alla leið“.