Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/24

Þessi síða hefur verið staðfest

ekki betur, og loks var skyrtan orðin svo svört, að hún hefði vel getað verið komin beint ofan úr sótugum reykháfnum.

„Það getur þetta engin af ykkur“, sagði kóngssonur.

„Það situr einhver fátæk flökkustúlka hjerna fyrir utan gluggann, og jeg er viss um að henni gengur betur að ná úr skyrtunni, en ykkur. — Komdu inn stúlka mín“.

Jú, hún kom inn.

Fólkið flutti burtu úr höllinni.

„Geturðu gert þessa skyrtu hreina“, spurði kóngssonur.

„Æ, jeg veit nú ekki“, sagði hún, „en jeg get reynt“.

Og hún var ekki fyrr búin að dýfa skyrtunni í balann, en hún varð hvít eins og nýfallin mjöll, — og jafnvel enn hvítari.

„Þig vil jeg fá fyrir konu“, sagði kóngssonur.

Þá varð gamla stjúpan göldrótta svo reið, að hún sprakk, og langnefjan hún dóttir hennar og alt hitt galdrahyskið hefir víst sprungið líka, því jeg hefi ekkert heyrt

18