Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/27

Þessi síða hefur verið staðfest

21

honum legstað, peninga til þess að borga grafaranum. Svo varð að borga fyrir hringingu, söng og prestinum fyrir að kasta rekunum.

„Heldur þú, að nokkur vilji borga alt þetta fyrir líflátinn syndara?“ spurði prestur.

„Já,“ sagði pilturinn, „ef þið bara komið honum í jörðina, þá skal jeg borga alt sem það kostar, þó ríkur sje jeg ekki“.

Presturinn færðist samt undan, en þegar pilturinn kom með tvo menn, og spurði klerk svo þeir heyrðu, hvort hann neitaði að jarða mann, þá svaraði hann, að það þyrði hann ekki að gera.

Svo var ísinn brotinn utan af bruggaranum og hann grafinn í vígðri mold, klukkum var hringt og sungið yfir honum, og presturinn kastaði rekunum og svo var höfð erfisdrykkja, svo mikil, að fólk bæði grjet og hló, en þegar pilturinn var búinn að borga allan kostnaðinn, átti hann ekki mikið af peningum eftir.

Hann lagði nú af stað aftur, en hafði ekki gengið lengi, þegar maður kom á eftir honum og spurði hann, hvort honum fyndist ekki leiðinlegt, að vera svona einn á ferð.

„Onei, það finst mjer ekki, jeg hefi altaf nóg að hugsa um“, sagði piltur.

Þá spurði maðurinn, hvort hann vantaði ekki þjón.

„Nei“, sagði pilturinn. „Jeg er vanur að vera minn eigin þjónn, þessvegna þarf jeg engan slíkan, og þótt mig langaði til að fá mjer þjón, þá hef jeg engin efni á því, því jeg á enga peninga til að borga honum í kaup“.

„Þjón þarftu, það veit jeg betur en þú“, sagði maðurinn, „og þú þarft þjón, sem þú getur treyst í lífi og dauða. Ef þú vilt ekki hafa mig fyrir þjón, þá getur þú tekið mig fyrir fylgdarsvein, jeg lofa þjer því, að verða þjer til mikils gagns, og ekki skal það kosta þig einn eyri, jeg skal sjálfur kosta fæði mitt og klæði“.

Já, pilturinn vildi gjarna fá fylgdarsvein með þessum