Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/40

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

34

hann ætlaði að höggva, greip fylgdarsveinninn í sverðið, svo hann gat það ekki.

„Þótti þjer ekki vænt um að þú fjekst ekki að höggva?“ sagði hann.

„Jú, svo glaður hefi jeg aldrei orðið“, sagði piltur.

„En svo glaður varð jeg, þegar þú bjargaðir mjer úr ísstykkinu“, sagði fylgdarsveinninn, „Haf þú alt sem þú átt, ekki þarf jeg neins með, því jeg er svífandi andi“, sagði hann. Hann var þá vínbruggarinn sem var í ísstykkinu fyrir framan kirkjudyrnar forðum, sem allir sveijuðu, og hann hafði verið fylgdarsveinn piltsins og hjálpað honum, vegna þess að hann gaf alt sem hann átti, til þess að fá honum frið í vígðum reit. Hann hafði fengið að fylgja honum í ár, og það var liðið, síðast er þeir skildu. Svo hafði hann nú fengið að sjá hann aftur en nú urðu þeir að skilja fyrir fult og alt, því nú kölluðu allar klukkur Himnaríkis á fylgdarsveininn.