48
Kongsdæturnar þrjár í berginu blá
Það var einu sinni konungur og drotning, sem áttu engin börn, og þau tóku þetta svo nærri sjer, að þau litu varla glaðan dag. Einn dag stóð konungurinn úti á svölunum á höllinni sinni, og leit yfir alt sitt mikla land, og alt sem hann átti. Það var nógu mikið og rúmlega það, en honum fannst hann ekki hafa neina ánægju af því, þegar hann vissi ekki hvað myndi verða af því öllu eftir sinn dag. Og meðan hann stóð þarna hugsandi, kom gömul förukona, sem flakkaði og bað um smágjafir í guðsnafni. Hún heilsaði og hneigði sig og spurði, hvað gengi að konunginum, fyrst hann væri svona sorgmæddur á svipinn. „Þú getur ekkert gert við því, kona góð“, sagði konungurinn, „það þýðir ekkert að segja þjer frá því“. „Það gæti nú samt verið“, sagði betlikerlingin, „það þarf oft lítið til, þegar lukkan vill. Konungurinn er að hugsa um það, að hann eigi engan erfingja, til þess að taka við löndum og ríki, en út af því þarf hann ekki að hafa áhyggjur“, sagði hún, og bætti við, að konungurinn myndi eignast þrjár dætur með drotningu sinni, en hann yrði að gæta þeirra vel, svo að þær kæmu ekki undir bert loft fyrr en þær væru