Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/87

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

81

enginn gat komist að því, hvað að henni gekk. En svo var það eitt kvöld, að drotningin var líka í þungu skapi, því margt undarlegt flaug henni oft í hug, þegar hún hugsaði um syni sína, þá sagði hún við Mjallhvíti Rósrjóðu: „Hvers vegna ertu svona sorgmædd, dóttir góð. Ef þig langar til einhvers, þá skaltu fá það“.

„Ó, mjer finst jeg vera svo einmana“, sagði Mjallhvít Rósrjóð, „öll önnur börn eiga systkini, en jeg er altaf ein, jeg á engan bróður og enga systur, þess vegna liggur svo illa á mjer“.

„Þú hefir líka átt systkini, dóttir mín“, sagði drotningin. „Jeg hefi átt tólf syni, sem voru bræður þínir, en jeg ljet þá alla fara, aðeins til að fá þig“, sagði hún, og svo skýrði hún dóttur sinni frá öllu saman, eins og það hafði gerst.

Þegar kóngsdóttir heyrði þetta, hafði hún engan frið nje ró lengur, og hve mikið sem móðir hennar grjet og