Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/10

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

6

Þau mørgu Dvergaskip, sem fljóta og fjara vid upphaf og endir hvørrar Rímu, fara nú ad verda slitin og vanfær til frekari ánídslu, enda þarf þá ecki ad skrifa Rímu skipti milli þessara, þegar Skáldid í ljódum seigir lesara sínum í hvørt sinn til, þegar ein Ríma endar og hin byrjar.

Eg hefi í Núma Rímum þessum viljad leitast vid ad umflýa þad sem mér helst hefur þókt til lýta híngad til, svo vel á mínum eigin, sem annara Rímum; Lesarinn og eptirtídin eiga frjálst ad dæma um hvørt mér hér í nockru hafi tekist betur en fordum, þó vona eg, ad efnid sé þannig valid, ad ecki þurfi ad verda hyggnum mønnum ad athlátri.

Ad endíngu vil eg hafa bedid gódskáld Islands og alla hína upplýstari lesara mína ecki ad misvirda, þó eg hér hafi framvarpad meiníngu minni um þetta efni, í fáum greinum, sem eg vildi óska gætu ordid skjøldur fyrir brjósti Rímna þessara, sem nú ecki frá mér hafa fremur neinnar hjálpar ad vænta.

Ydar audmjúkur
S. Breidfjørd.