Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/100

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

96

21. Vefur nauda þjakid þétt, þrúdi bauga sárum, hefur dauda fødurs frétt, fleytir auga tárum.

22. Nidur dreingnr svinnur setst, svørin mundi þýda: „ydur geingur meina mest, móti, sprundid frída.

23. „Frétta skyldi þýdust þad, þrúdur tígin veiga: netta Hildi bauga bad, budlúng hníginn eiga.

24. Vørin túna grafníngs gód, giptumálid stydur; kjøri núna festa fljód, fødurs bálid vidur.

25. Kysti manninn, blídkast brá, beitti svørum dáda, tvisti svanninn: mildíng má, meyar kjørum ráda.

26. Glódir laga þegnar þá, þeingil brenna lidinn, þjódir draga ekru á, eldar grenna vidinn.

27. Stránga freydir loga lá, líkid brendi nidur; þángad leidir nistis Ná, Númi hendi vidur.

28. Bálid skyldi vígja vid, vigra spennir hreina; tálid fylgdi svika sid, svanninn kénnir meina.

29. Mæda svellur ráda rýr, reckar unda midur, klæda fellur dúfa dýr, dáin grundu vidur.