Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/101

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

97

30. Heitur þrúnginn núna nár, neydir kannar traudur; eiturstúnginn biltist blár, búkur svanna daudur.

31. Búid svanna hefur hel, Hersilía leida; snúid manna þrútnar þel, þyckju drýgja greida.

32. Núma þvingun brjóstid ber; brandar stínga slídur; Núma kríngum safnar sér, Sabínínga lýdur.

33. Hljódum medur bruna brátt, borgar undir múra; ódum vedur Grana grátt, gétur lundir stúra.

34. Róma lætur sjóli senn, safna þéttum skara; stjóma þrætur aukast enn, álku klettum fara.

35. Nennir stærast klóta kast, kappa skæda vekur, tvennir ærast flockar fast, flóinn æda lekur.

36. Fyrstur rídur Númi nær, nístir lýdir deya, bystur snídur þjódir þær, þyrstur strídid heya.

37. Gotna fálmar hrausta hønd, holdid skálmar stínga, brotna hjálmar, rifnar rønd, rámir málmar sýngja.

38. Kundur sjóla þrekinn þar, þrútinn harma módi, fundur fóla skæda skar, skoladi arma blódi.

(5)