Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/102

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

98

39. Frekur Grérinn sørfa sá, sækir klidinn skjóma, rekur herinn ekru á, undir hlidin Róma.

40. Stinni skadinn þjáir þá, þó ad furdi vidur; inn’ í stadinn flúid fá, fella hurdir nidur.

41. Klidinn spjóta efla enn, axir slíngar bylja; hlidin brjóta sundur senn, Sabíníngar vilja.

42. Þetta heyra ríkur réd, Nóma brádi gramur; pretta meira gramdist géd, géfur rádid tamur.

43. Hrinda skipar ýta á, ødlíng steinum hørdu; linda svipar þundum þá, þjakast meinum gjørdu.

44. Skaka voga eggjar enn, ýmsir dørva henda, taka boga mæddir menn, múrum ørfar senda.

45. Múrinn setur ødlíng á, ýta slíngar qvinnur; stúrin gétur þjódin þá, þornum stínga minnur.

46. Kasta sverdum þúngu því, þambar knáu meidar; hafta ferdum ofan í, eggjar bláu skeidar.

47. Vodinn, qvenda hyggju hyl, herdir nidinn qvala; bodin senda tiggja til, trygda gridin fala.