Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/107

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

103

23. Ockar vóru fátæk faung, fødur minn eg aldrei sá; kofi mjór oss þénti í þrauug, þétt sem inni í dølum lá.

24. Sauda rýra høfdum hjørd, hirda þá eg laungum má, fram um mýrar, fjøll og jørd, fódur ljá og sitja hjá.

25. Þrótt eg gódan þóktist fá, þannig fram um tíma géck; utan módur mína þá, mann eg aungvan litid féck.

26. Mín var idja um þá bid, opt ad laumast saudum frá, bjørgum rydja, brjóta vid, og bláum straumi synda á.

27. Ljón og birni’ eg bardi þrátt, bana feingu þeir af mér; úngur firna mikinn mátt, med því geingi féck eg hér.

28. Þad var degi einum á, elfu bøckum nærri þar; eg Skjaldmey í sødli sá, sem ókløckur fákur bar.

29. Vaxtar fríd, í bragdi bjørt, bjarga kannar hála leid,, eisu vídis Eya hjørt, elta vann og mikinn reid.

30. Misti fóta fákur þá, ferill naumur honum var; mær í fljótid falla má, firna straumur hana bar.

31. Eg án bidar, sem þad sá, í svala idu fleygdi mér, fíngra skridu Fold ad ná, fram sem rydur vatna hver.